Námsmarkmið
Tilfinninga- og viðhorfasvið : Þegar komið er í skólaíþróttir er mjög mikilvægt að nemedur og kennarar vinni vel saman svo að tímarnir gangi vel og þá hagnast báðir aðilar á tímanum. Kennarar þurfa að hafa áhuga á því sem þeir eru að gera til að nemedur taki vel eftir, því ef kennari hefur ekki áhugann til staðar fá nemendur minna út úr tímanum og auk þess sem að kennarinn verður ekki eins mikil fyrirmynd og hann hefði geta orðið. Með jákvætt hugarfar og metnað í kennslu græða báðir aðilar á kennslunni, nemendurnir koma ánægðir úr tímum og sömuleiðis kennarinn. Kennarar eru oft miklar fyrirmyndir nemenda og þá geta kennarar nýtt sér það með því að kenna nemendu heilbrigðan lífsstíl og haft áhrif á heilsusamlegt líferni ef einhver vill laga það og auðvitað almenn hreyfing. Við tókum eftir því að Svavar nær mjög vel til nemendanna, hann talar við þá eins og fullorðið fólk og ber virðingu fyrir þeim. Við tókum líka eftir því hjá okkur að ef annað okkar var með í tímum að þá smitaði það smá keppnisanda í nemendur og oft var þvílíkt fjör. En á móti því fundum við líka fyrir orkuleysi hjá okkur þegar við gleymdum að borða eða vorum illa sofin, það getur haft mikil áhrif á kennsluna, því oft fylgir hungri og svefnleysi mikið slen og þreyta sem er ekki viturlegt að taka með sér í tíma upp á að halda út í kennslunni.
Þekkingarsvið : Fjölbreytini í kennslu frá 1. – 10. bekk skiptir miklu máli. Að leggja góðann grunn að sem flestum íþróttum á þessum tíma getur haft mikil áhrif á nemendur, því fjölbreyttari sem kennslan er því meiri grunn hefur nemandinn, þetta fer líka eftir þáttöku og virkni nemenda í tímum og hvernig kennslu kennarans er háttað. En fjölbreytnin getir smitað meira út frá sér, því fleiri íþróttir sem nemandinn lærir því meiri líkur eru á því að hann gæti valið sér eina sér til heilsubótar í framtíðinni. Einhæf kennsla gefur hreyfingu en skilur ekki vítt svið þekkingar eftir sig, en þekking á ýmsum sviðum skilur allaf eitthvað eftir sig og er alltaf eitthvað sem einstaklingur getur átt alla ævi.
Leiknisvið : Það skiptir miklu máli að hafa kennsluna þannig háttaða að hún henti fyrir flesta nemendur á sama aldri, það er aldrei þannig að allir eru jafn góðir í öllum íþróttum, en það er hægt að skipuleggja tímana þannig að allir fái eitthvað út úr honum. Ef að tímarnir eru erfiðir fyrir þá sem eru með litla íþróttfærni að þá eru meiri líkur á að þeir detti út úr kennslunni, hætti í tímanum og jafnvel fara að skrópa í tíma, nemendur verða bara áhugalausir. Því skiptir uppstening tímann miklu máli til að ná til sem flestra nemenda. Skemmtun hefur mikið gildi en einnig þurfa tímarnir að vera krefjandi, því er gott að blanda skemmtun og krefjandi æfingum saman, þá fá flestir eitthvað út úr tímanum.