Friday, November 27, 2009

Tímaseðlar





Íþróttakennsla FÍV 2009-2010

Íþróttakennsla FÍV 2009-2010


Mánudagur

09:00 - 10:00 =íþr 102
10:00 - 11:00 =íþr 321
11:00 – 12:00 =íþr 102

13:00 – 14:00 =íþr 381
14:00 – 15:00 =íþr 301


Þriðjudagur

09:00 – 10:00 = íþr 301
10:00 – 11:00 = íþr 102
11:00 – 12:00 = íþr 102

13:00 – 14:00 = íþr 301
14:00 – 15:00 = íþr 381



Miðvikudagur

08:00 – 09:00 = íþr 102
09:00 – 10:00 = íþr 321
10:00 – 11:00 = íþr 302
11:00 – 12:00 = íþr 102

13:00 – 14:00 = íþr 301
14:00 – 15:00 = íþr 301


Fimmtudagur/bóklegt í FÍV

08:00 – 09:00 stofa 14 / íþr 102
09:00 – 10:00 stofa 14 / íþr 102
10:00 – 11:00 stofa 14 / íþr 102

Okkar mat

Okkar mat

Við erum ótrúlega sátt við vettvangsnámið okkar, værum þó til í að hafa það viku lengur. Við nutum okkur í botn við kennsluna og fundum hversu frábrugðið það er að kenna í framhaldsskólann miðað við grunnskólann. Við viljum fá meiri æfinga kennslu í íþróttahúsinu, þótt við vorum vel undirbúin að þá myndi aukin æfingakennsla bara gera okkur að betri kennurum og plús það að við lærum lang best þar inni í þessu námskeiði.

Námsmarkmið

Námsmarkmið

Tilfinninga- og viðhorfasvið :
Þegar komið er í skólaíþróttir er mjög mikilvægt að nemedur og kennarar vinni vel saman svo að tímarnir gangi vel og þá hagnast báðir aðilar á tímanum. Kennarar þurfa að hafa áhuga á því sem þeir eru að gera til að nemedur taki vel eftir, því ef kennari hefur ekki áhugann til staðar fá nemendur minna út úr tímanum og auk þess sem að kennarinn verður ekki eins mikil fyrirmynd og hann hefði geta orðið. Með jákvætt hugarfar og metnað í kennslu græða báðir aðilar á kennslunni, nemendurnir koma ánægðir úr tímum og sömuleiðis kennarinn. Kennarar eru oft miklar fyrirmyndir nemenda og þá geta kennarar nýtt sér það með því að kenna nemendu heilbrigðan lífsstíl og haft áhrif á heilsusamlegt líferni ef einhver vill laga það og auðvitað almenn hreyfing. Við tókum eftir því að Svavar nær mjög vel til nemendanna, hann talar við þá eins og fullorðið fólk og ber virðingu fyrir þeim. Við tókum líka eftir því hjá okkur að ef annað okkar var með í tímum að þá smitaði það smá keppnisanda í nemendur og oft var þvílíkt fjör. En á móti því fundum við líka fyrir orkuleysi hjá okkur þegar við gleymdum að borða eða vorum illa sofin, það getur haft mikil áhrif á kennsluna, því oft fylgir hungri og svefnleysi mikið slen og þreyta sem er ekki viturlegt að taka með sér í tíma upp á að halda út í kennslunni.

Þekkingarsvið : Fjölbreytini í kennslu frá 1. – 10. bekk skiptir miklu máli. Að leggja góðann grunn að sem flestum íþróttum á þessum tíma getur haft mikil áhrif á nemendur, því fjölbreyttari sem kennslan er því meiri grunn hefur nemandinn, þetta fer líka eftir þáttöku og virkni nemenda í tímum og hvernig kennslu kennarans er háttað. En fjölbreytnin getir smitað meira út frá sér, því fleiri íþróttir sem nemandinn lærir því meiri líkur eru á því að hann gæti valið sér eina sér til heilsubótar í framtíðinni. Einhæf kennsla gefur hreyfingu en skilur ekki vítt svið þekkingar eftir sig, en þekking á ýmsum sviðum skilur allaf eitthvað eftir sig og er alltaf eitthvað sem einstaklingur getur átt alla ævi.

Leiknisvið :
Það skiptir miklu máli að hafa kennsluna þannig háttaða að hún henti fyrir flesta nemendur á sama aldri, það er aldrei þannig að allir eru jafn góðir í öllum íþróttum, en það er hægt að skipuleggja tímana þannig að allir fái eitthvað út úr honum. Ef að tímarnir eru erfiðir fyrir þá sem eru með litla íþróttfærni að þá eru meiri líkur á að þeir detti út úr kennslunni, hætti í tímanum og jafnvel fara að skrópa í tíma, nemendur verða bara áhugalausir. Því skiptir uppstening tímann miklu máli til að ná til sem flestra nemenda. Skemmtun hefur mikið gildi en einnig þurfa tímarnir að vera krefjandi, því er gott að blanda skemmtun og krefjandi æfingum saman, þá fá flestir eitthvað út úr tímanum.

Mat á eigin kennslu

Mat á eigin kennslu

Að kenna í FÍV gékk vonum framar. Við vorum mjög spennt að fara takast á við þetta vettvangsnám. Kennslan gékk mjög vel og það var lítið sem ekkert sem fór úrskeiðis, það sem kom mest á óvart var hvað öll kennslan rúllaði vel og hvað nemendur voru ótrúlega duglegir að taka þátt. Okkur fannst skemmtilegt hvað nemendurnir tóku í vel okkar kennsluaðferðir og skipulag á tímunum. Vegna þess hvað við þekktum vel til aðstæðna og margra nemenda kom lítið á óvart, við lentum ekki í neinum skakkaföllum og áttum auðvelt með samskipti milli okkar, nemenda og Svavars vettvangskennara. Við vorum mjög ánægð með Svavar hann hjálpaði okkur mikið og leiðbeindi okkur vel, kom með sínar pælingar á uppsetningu æfinga og var duglegur að miðla reynsu sinni til okkar. Það eina sem hann setti útá var að hann vildi að við kenndum alla 300 áfanga eins og alla 102 áfangana líka svo að nemendur yrðu ekki ósáttir við að fá ekki það sama og hinir fengu í tímanum áður. Samstarfið milli okkar gékk mjög vel, við eigum ótrúlega auðvelt með að vinna saman, skipuleggja og kenna. Mætti segja að við bætum hvort annað upp. Samvinnan við Svarvar gékk líka mjög vel og við vorum mjög ánægð með hana. Allt sem við settum á tímaseðlana vorum við ánægð með og gékk vel, en auðvitað þurftum við að stundum að breyta tímanum útaf dræmri mætingu og það gékk líka vel, við vorum tilbúin með plan B á litlum miða ef að við gátum ekki flylgt eftir tímaseðlinum okkar vegna þess hve fáir nættu í tíma, það virkaði vel.

Kennsluaðferðir

Kennsluaðferðir

Sú aðferð sem við notuðumst mest við var learning by doing. Að kenna framhaldsskólanemum er mjög frábrugðið því að kenna í grunnskólum vegna þess
að flestir í framhaldsskólum hafa fengið ágætis kennslu í íþróttum og eru því með fína grunnfærni. Þannig að það sem við gerðum í tímunum gátu þau byrjað strax að gera eða æft sig í án þess að við þurftum eitthvað frekar að útskýra eða sýna æfingarnar. Við fundum því mikinn mun á hvað tímarnir rúlluðu vel hjá okkur alla kennsluna, miðað við að kenna íþróttir í grunnskóla, en auðvitað þurftum við stundum að grípa inn í og kenna eða útskýra betur. Auðvitað eru ekki allir tímar sem ganga fullkomlega upp í hvert skipti en öll samskipti okkar við nemendur gengu vel fyrir sig.

Viðtal við vettvangskennara

Nafn: Svavar Vignisson.
Aldur: Fæddur 1973, gosbarn.
Menntun: Íþróttakennari, útskrifaður af Laugarvatni.
Hvað hefur þú kennt lengi? 10 ár, útskrifaðist 1999.
Af hverju langaði þig að kenna íþróttir? Hef stundað íþróttir allt mitt líf, og hef alltaf haft áhuga á þeim.
Hvernig finnst þér aðstæður til íþróttakennslu vera í Eyjum? Mjög góðar en takmarkaðar á sama tíma.
Hvað má bæta? Það mætti bæta við áhöldum í íþróttasali, þá sérstaklega Týsheimilið þar sem nemendur FÍV stunda íþróttir.
Hver er þín skoðun á unglingum í dag, íþróttalega séð? Meirihluti nemenda vinnur mjög vel, og er duglegur að mæta í tíma. Svo eru aðrir sem eru kannski ekki jafn duglegir.
Hvað leggur þú áherslu á þegar þú ert að kenna? Að allir taki þátt og vinni vel. Einnig reyni ég að miðla þekkingu minni til þeirra.