Inngangur
Vettvangsnám okkar fer fram í íþróttasal Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum, en hann er staðsettur við Hástein. Það sem við komum til með að kenna eru skólaíþróttir, almenn hreyfing og að hvetja nemendur til heilbrigðs lífernis. Við munum koma inn á ýmis atriði kraftþjálfunar, leggja áherslu á teygjur sem og slökun og nota hring- og stöðvaþjálfun til að auka fjölbreytni æfinga.
Við ákváðum að velja Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum aðallega vegna þess að þetta er okkar heimabær, og við þekkjum vel til allra aðstæðna. FÍV er skólinn sem við bæði útskrifuðumst út og þekkjum við því vel íþróttakennslu í skólanum. Spennandi verður að sjá hvort sama fyrirkomulag er núna eins og var þegar við sóttum nám þangað, og einnig það að fá að kenna íþróttir á hærra stigi.
Friday, November 27, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment