Kennsluaðferðir
Sú aðferð sem við notuðumst mest við var learning by doing. Að kenna framhaldsskólanemum er mjög frábrugðið því að kenna í grunnskólum vegna þess
að flestir í framhaldsskólum hafa fengið ágætis kennslu í íþróttum og eru því með fína grunnfærni. Þannig að það sem við gerðum í tímunum gátu þau byrjað strax að gera eða æft sig í án þess að við þurftum eitthvað frekar að útskýra eða sýna æfingarnar. Við fundum því mikinn mun á hvað tímarnir rúlluðu vel hjá okkur alla kennsluna, miðað við að kenna íþróttir í grunnskóla, en auðvitað þurftum við stundum að grípa inn í og kenna eða útskýra betur. Auðvitað eru ekki allir tímar sem ganga fullkomlega upp í hvert skipti en öll samskipti okkar við nemendur gengu vel fyrir sig.
Friday, November 27, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment