Aðstæður og aðbúnaður
Aðstæður í Vestmannaeyjum eru kjörnar til íþróttakennslu. Í Týsheimilinu, þar sem nemendur FÍV stunda íþróttir, er í raun allt til taks. Góður íþróttasalur í hæfilegri stærð, með körfum og mörkum, og hægt er að stilla upp fjórum badminton völlum, og einum blakvelli í fullri stærð. Gott úrval er af tækjum í líkamsræktarsalnum í húsinu. Samt er hann þó takmarkaður þar sem salurinn er minni en salirnir í Íþróttamiðstöðinni og þar af leiðandi minna af búnaði til.
Einnig er hægt að nýta aðstæður úti, þar sem auðvelt er að búa til hlaupaleiðir eða einfaldlega nota þær sem eru nú þegar til. Beint fyrir neðan FÍV er líka malarvöllur sem alltaf hægt er að nota, nema kannski þegar það frystir.
Friday, November 27, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment