Mat á eigin kennslu
Að kenna í FÍV gékk vonum framar. Við vorum mjög spennt að fara takast á við þetta vettvangsnám. Kennslan gékk mjög vel og það var lítið sem ekkert sem fór úrskeiðis, það sem kom mest á óvart var hvað öll kennslan rúllaði vel og hvað nemendur voru ótrúlega duglegir að taka þátt. Okkur fannst skemmtilegt hvað nemendurnir tóku í vel okkar kennsluaðferðir og skipulag á tímunum. Vegna þess hvað við þekktum vel til aðstæðna og margra nemenda kom lítið á óvart, við lentum ekki í neinum skakkaföllum og áttum auðvelt með samskipti milli okkar, nemenda og Svavars vettvangskennara. Við vorum mjög ánægð með Svavar hann hjálpaði okkur mikið og leiðbeindi okkur vel, kom með sínar pælingar á uppsetningu æfinga og var duglegur að miðla reynsu sinni til okkar. Það eina sem hann setti útá var að hann vildi að við kenndum alla 300 áfanga eins og alla 102 áfangana líka svo að nemendur yrðu ekki ósáttir við að fá ekki það sama og hinir fengu í tímanum áður. Samstarfið milli okkar gékk mjög vel, við eigum ótrúlega auðvelt með að vinna saman, skipuleggja og kenna. Mætti segja að við bætum hvort annað upp. Samvinnan við Svarvar gékk líka mjög vel og við vorum mjög ánægð með hana. Allt sem við settum á tímaseðlana vorum við ánægð með og gékk vel, en auðvitað þurftum við að stundum að breyta tímanum útaf dræmri mætingu og það gékk líka vel, við vorum tilbúin með plan B á litlum miða ef að við gátum ekki flylgt eftir tímaseðlinum okkar vegna þess hve fáir nættu í tíma, það virkaði vel.
Friday, November 27, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment