Mánudagur 9/11:
102 áfangarnir fóru í ýmiskonar leiki. Í upphitun var það skokk og töluleikur (þar sem nemendur hópa sig saman eftir þeirra tölu sem við gáfum upp). Þvínæst tókum við Runu, þar sem nemendur hlaupa hringinn í kringum badminton völl eftir að þau slá fluguna yfir. Ef þú klikkar, þá ertu út (byrjar að spila á öðrum velli). Svo fórum við í Halda flugu þar sem hópunum var skipt í 2 lið á sitthvorum vellinum. Sama skipulag og í Rununni nema núna áttu þau að reyna að halda eins lengi og þau gátu á milli sín. Þetta var gífurlega spennandi!
Næst fórum við að spila, þar sem liðin 2 héldu sér en þurftu að skipta sér í 3 lið innan liðsins. Þessum 3 liðum var svo dreift á 3 velli, og spiluðu öll á móti öllum í hinu liðinu. Við fengum gott hrós fyrir þetta skipulag.
Liðin (sem orðin voru 6) héldu svo áfram og spiluð var deildarkeppni. Í lokin voru svo léttar teygjur setuhringur.
300 áfangarnir fóru í knattspyrnu og bandí eftir góða upphitun þar sem þau skokkuðu og fóru í töluleikinn. Skiptum í 4 lið, og þau spiluðu á 2 völlum á lítil mörk.
Sem niðurlag tókum við góðan teygjuhring og bifháraleikinn sívinsæla!
Þetta gekk allt eins og í sögu og allir nemendur voru vel virkir.
Þriðjudagur 10/11:
Eftir gott skokk hjá 102 áföngunum tókum við hnoðmaraleikinn við mikla gleði nemenda. Þar á eftir tókum við skotbolta, kóngabolta og brennibolta. Eftir það tókum við góðan teygjuhring og ,,slökun” (sem var kannski ekkert af miklu viti þar sem við höfum ekki fengið neina kennslu í því).
300 áfangarnir fóru í körfubolta eftir upphitun í skotbolta. Byrjað var á ýmsum leikjum, t.d. að halda bolta og passa að þú missir ekki boltann út úr hringnum og stinger. Því næst var spilað 3 gegn 3 á 2 körfur, s.s. 4 liða mót.
Eftir tímann var teygt á, en ekki var lagt aftur í slökun.
Blakáfangi spilaði ýmsar útfærslur af blaki eftir upphitun í Runu (sem gekk kannski ekki nægilega vel) og að halda bolta uppi.
Þess má geta að allir hópar dagsins dagsins fóru í bifháraleikinn að teygjum loknum.
Miðvikudagur 11/11:
102 fóru í blak eftir upphitun með skokki og hnoðmaraleiknum. Sama fyrirkomulag var og á mánudaginn í badmintoninu, að undanskilinni Runu. Þeim var s.s skipt í 2 lið sem héldu boltanum uppi eins lengi og þau gátu. Því næst skipt þessum 2 liðum í 6 lið og keppt var enn milli þessara 2 liða. Eftir það spiluðu liðin einsömul í deildarkeppni.
300 fóru öll í blak (en blakið er einstaklega vinsælt meðal nemenda). Byrjað var í upphitun í skotbolta og hnoðmaraleiknum sem fór sívaxandi í vinsældum.
Sama fyrirkomulag var og með 102, þannig þessi dagur var svona nánast allur alveg eins, enda vorum við ekkert að breyta til þar sem allt gekk frábærlega í hverjum einasta tíma.
Mikið keppnisskap og keppni átti sér stað þennan dag, en þó allt í hófi.
Fimmtudagur 12/11: Bókleg kennsla þar sem við hjálpuðum nemendum (af bestu getu) með þau verkefni sem þau voru að vinna.
Föstudagur 13/11: Skelltum við okkur í bæinn og skemmtum okkur konunglega, en engin íþróttakennsla er á föstudögum eins og áður kom fram.
Tuesday, November 24, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment