Friday, November 27, 2009

Viðtal við vettvangskennara

Nafn: Svavar Vignisson.
Aldur: Fæddur 1973, gosbarn.
Menntun: Íþróttakennari, útskrifaður af Laugarvatni.
Hvað hefur þú kennt lengi? 10 ár, útskrifaðist 1999.
Af hverju langaði þig að kenna íþróttir? Hef stundað íþróttir allt mitt líf, og hef alltaf haft áhuga á þeim.
Hvernig finnst þér aðstæður til íþróttakennslu vera í Eyjum? Mjög góðar en takmarkaðar á sama tíma.
Hvað má bæta? Það mætti bæta við áhöldum í íþróttasali, þá sérstaklega Týsheimilið þar sem nemendur FÍV stunda íþróttir.
Hver er þín skoðun á unglingum í dag, íþróttalega séð? Meirihluti nemenda vinnur mjög vel, og er duglegur að mæta í tíma. Svo eru aðrir sem eru kannski ekki jafn duglegir.
Hvað leggur þú áherslu á þegar þú ert að kenna? Að allir taki þátt og vinni vel. Einnig reyni ég að miðla þekkingu minni til þeirra.

No comments:

Post a Comment