Sælinú.
Mánudagur 26/10: Við tókum þennan mánudag, sem var frídagur hjá okkur báðum á Laugarvatni, og nýttum hann til að fylgjast með íþróttakennslu í FÍV. Dagurinn fór vel fram og Svavar kennari gaf okkur margar góðar hugmyndir um hvernig við gætum nýtt tímana.
Mánudagur 2/11: Þennan dag var Einar einn með kennsluna, ásamt Svavari, en Karitas var föst á Laugarvatni eftir gönguna. Þessi dagur var mjög svipaður mánudeginum á undan, nema kannski að Einar tók meiri þáttöku í kennslunni. Á mánudögum eru 2x102 áfangar en 3x300 (mismunandi val).
Busahóparnir fóru í létta kennslu í bæði knattspyrnu og bandí, en 300 áfangarnir voru mismunandi. Ýmist blakáfangi, badminton og svo ,,trimm"áfangi sem er nokkurnskonar val. Krakkarnir í þeim áfanga fá s.s. að velja sér hvað þau gera. Þennan dag völdu þau knattspyrnu og badminton.
Kennslan var frá 8-3 þennan dag.
Þriðjudagur 3/11: Þennan dag voru, alveg eins og daginn áður, 2x102 og 3x300 áfangar. Við tókum busahópana í stöðvaþjálfun að lokinni góðri upphitun. Stöðvaþjálfunin lagði áherslu á bæði þolþjálfun, kraftþjálfun og styrktarþjálfun í formi ýmissa æfinga. Krakkarnir tóku vel á og þetta gekk eins og í sögu, allir voru vel þreyttir en sáttir. Að lokinni stöðvaþjálfun tókum við þau í góðar teygjur og lögðum áherslu á helstu vöðva sem við vorum að vinna með.
Með 300 áfangana tókum við þau í blak, badminton og ýmsa leiki, þar á meðal Hnoðmaraleikinn fræga sem sló heldur betur í gegn en það er leikur sem við fundum upp sjálf þegar við vorum að kenna í grunnskólanum í fyrra. Í blakinu létum við þau spila mismunandi form æfinga tengda blaki og badmintoni.
Miðvikudagur 4/11: Aftur var sama skipulag tímanna, 2x102 og 3x300. Þarna áttum við ennþá eftir að fá einn busahóp til okkar, sem við létum fara í sama prógram og hina daginn áður.
Með hinn busahópinn fórum við í blak og badminton, með áherslu á þol og kraft. Tókum t.d. hringekjuna, þar sem skipt er í 2 lið sem fara á sitthvorn völlinn. Þau skipta sér svo í 2 hópa sitthvorumegin við netið. Þegar þú slóst flugunni/boltanum yfir netið þá áttiru að hlaupa hægra megin við netið og fara aftast í röðina hinumegin. Markmiðið var svo að reyna að ná fleirri sendingum en hinn hópurinn. Þetta gekk mjög vel og tóku nemendur vel í þetta.
300 hóparnir voru einnig bara í blaki og badminton, ásamt ýmsum útfærslum af skotbolta s.s. kóngabolta, eldknetti ofl. Við komum upp með skemmtilegt fyrirkomulag á blakinu og badmintoninu, en það var þannig að 3 völlum var stillt upp við hliðina á hvorum öðrum og þeir sem voru sömu megin voru saman í liði. Segjum svo að eitt lið hægra megin hafi unnið, á meðan tvö unnu vinstra megin þá var vinstri hliðin komin með 2 stig meðan hægri var bara með eitt. Svona létum við þetta ganga nokkrar umferðir og var þetta skuggalega spennandi!
Fimmtudagur 5/11: Í dag var engin verkleg íþróttakennsla, heldur einungis bókleg. Við mættum þá upp í FÍV kl: 8 í morgun. Svavar var þá með krakkana í kennslu, 3 tíma í röð, sem skiptust á busahópana. Skemmtilegt er að segja frá því að hann var akkurat kominn að því að kenna kraftþjálfun, snerpu, þol ofl. en það er akkurat samkvæmt 111 námskránni, sem við eigum að leggja áherslu á.
Föstudagur 6/11: Engin íþróttakennsla er á föstudögum, þannig við ákváðum að nýta þennan dag til þess að skipuleggja næstu kennsluviku.
Í heildina litið erum við búin að vera mjög ánægt með krakkana en virknin er búin að vera framar vonum. Við tókum t.d. eftir því í þrekhringnum að þeir sem ekki stunda íþróttir og eru ekki beint þessar íþróttatýpur tóku samt fullan þátt í öllum æfingum og voru jafnvel duglegri en sumir þeir sem stunda íþróttir.
Það kom stundum fyrir að við þurftum að endurskipuleggja tímana vegna mætingar. Við vorum alltaf með ,,plan b" fyrir alla tíma, þannig við myndum ekki lenda í neinum vandræðum ef ske kynni að eitthvað kæmi uppá.
Í einu orði sagt er þessi vika búin að vera frábær!
Ástarkveðja, Einar og Karí.